Íslenska kvennalandsliðið

Er maður orðinn ruglaður, fylgdist með kvennalandsliðinu í fótbolta í síðustu tveimur leikjum og hafði gríðarlega gaman af.  Í fyrri leiknum á móti Frökkum var spilaður agaður varnarleikur og skyndisóknir, unnum 1-0.  Svo á móti Serbum var spilaður leiftrandi sóknarbolti sem endaði 5-0, glæsilegt hjá stelpunum og Sigurði Ragnari þjálfara.

 Í liðinu var Margrét Lára í sókninni (ekki síðri en Eiður Smári okkar karlanna), Ásthildur Helga (mikið betri en annar sóknarmaður strákanna),  Dóra Stefánsd.( rúllar upp miðju karlanna),  Gréta Mjöll,  Dóra María og Hólmfríður á köntunum (Strákarnir enn í vandræðum), Katrín Jónsdóttir í vörninni sem hún stjórnar sem herforingi og Þórey í markinu frábær, já karlarnir eiga langt í land með að ná sömu getu  og kannski gerist það ekki fyrr en KSÍ ræður Sigurð Ragnar sem þjálfara karlaliðsins.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband