Íslenska kvennalandsliðið

Er maður orðinn ruglaður, fylgdist með kvennalandsliðinu í fótbolta í síðustu tveimur leikjum og hafði gríðarlega gaman af.  Í fyrri leiknum á móti Frökkum var spilaður agaður varnarleikur og skyndisóknir, unnum 1-0.  Svo á móti Serbum var spilaður leiftrandi sóknarbolti sem endaði 5-0, glæsilegt hjá stelpunum og Sigurði Ragnari þjálfara.

 Í liðinu var Margrét Lára í sókninni (ekki síðri en Eiður Smári okkar karlanna), Ásthildur Helga (mikið betri en annar sóknarmaður strákanna),  Dóra Stefánsd.( rúllar upp miðju karlanna),  Gréta Mjöll,  Dóra María og Hólmfríður á köntunum (Strákarnir enn í vandræðum), Katrín Jónsdóttir í vörninni sem hún stjórnar sem herforingi og Þórey í markinu frábær, já karlarnir eiga langt í land með að ná sömu getu  og kannski gerist það ekki fyrr en KSÍ ræður Sigurð Ragnar sem þjálfara karlaliðsins.


Stokkseyri

Fór með fjölskylduna austur fyrir fjall um síðustu helgi nánar tiltekið Stokkseyri.  Þetta litla þorp býr yfir mjög svo skemmtilegri afþreyingu.  T.d. er þar sundlaug, kajak róður sem er skemmtileg tilbreyting, var verið að opna nýtt veiðisafn og svo er frábær veitingastaður og töfragarður. Mæli eindregið með þessum bæ ef áhugi er að komast í sveitina.

Minni svo á landsleikinn á Þjóðhátíðardaginn Ísland-Serbía

Áfram Ísland

 


Nokkur orð um landsleikinn

Mig langar að segja nokkur orð um landsliðið.

Þegar Guðjón var við stjórnvölinn þá náði hann undraverðum árangri með ekki svo mjög áferðafallegri knattspyrnu (þar lögðu menn sig alla fram einn fyrir alla, allir fyrir einn).

Svo hefur fjarað svolítið undan liðinu síðustu misseri, en þegar Ásgeir og Logi taka við liðinu þá koma fram ýmsar breytingar þá fóru menn að þora betur að halda bolta innan liðsins og virtust menn hafa gaman af þessum bolta bæði leikmenn og áhorfendum (allavega mér) en því miður var árangurinn ekki alltaf sem skyldi.

Þá var Eyjólfur ráðinn sem mér fannst skrýtin ráðning því ekki hafði hann reynslu sem þjálfari, en byrjunin lofaði bara góðu eins og oft vill gerast með nýjum þjálfara.  Honum hefur bara því miður ekki tekist að halda í horfinu því leikmenn og áhorfendur virðast ekki nógu áhugasamir eins og sást í leiknum, leikmenn á hálfum hraða og mjög fáir áhorfendur.  Því miður virðist Eyjólfur ekki hafa það traust sem til þarf og leikskipulagið ekki nógu gott.  Því segi ég þetta er orðið gott Eyjólfur og við ættum að reyna að fá erlendan þjálfara eða jafnvel Guðjón aftur til að rífa þetta upp.

Áfram Ísland      


Allt er vænt sem er grænt

Mig langar að koma með smá klusu um heilsu og hollustu en vona þó að ekki verði of mikið af þeim

Allir þeir sem vilja halda sér ungum og ferskum ættu að borða mikið af grænu grænmeti eins og t.d. broccli eða spínati( það inniheldur mikið af andoxunarefnum sem er mjög gott yrir frumur líkamans) einnig er til frábært vítamín frá now sem heitir ecco multi green fyrir þá sem vilja grænmetið síður.  Þá er bara að byrja

Bless í bili

   


Starfsvettvangur

IMG_7987Ég hef nýhafið störf hjá Maður Lifandi sem er verslun með lífrænar og heilsuvörur í miklu úrvali.

Hvet ég alla sem hafa áhuga á heilsu og hollu matarræði að kíkja til okkar.


Loksins mættur á bloggið

Jæja þá er maður að reyna fyrir sér á blogginu, tekur kannski smátíma að verða virkur því ekki er nú tölvukunnáttan mikil en fer batnandi.  Hér koma nokkrar myndir af fjölskyldunni. 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband